#232 Bíótöfrar með Jóhanni Leplat
Bíóblaður - A podcast by Hafsteinn Sæmundsson

Categories:
Jóhann Leplat Ágústsson, stofnandi Facebook grúppunnar Kvikmyndaáhugamenn og Hafsteinn Sæmundsson, stjórnandi Bíóblaðurs, hafa í samstarfi við Sambíóin Kringlunni stofnað glænýjan bíóklúbb sem kallast Bíótöfrar. Markmið klúbbsins er að skapa jákvæða kvikmyndaumræðu og planið er að sýna eldri myndir í Sal 1 í Sambíóunum Kringlunni, einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Strákarnir ræða þennan spennandi klúbb, helstu markmið og drauma, hvaða kvikmyndir þeir sjá fyrir sér að sýna í framtíðinni og hversu spenntir þeir eru fyrir fyrstu sýningunni sem verður fimmtudaginn 30. mars. Þátturinn er í boði Sambíóanna, Subway og Popp Smells frá Nóa Síríus.