Níu bjórum fyrir jól…
Bruggvarpið - A podcast by Bruggvarpið Bruggvarp
Categories:
„Að setja sér raunhæf markmið eykur líkurnar á því að þau náist” sagði markþjálfinn sem strákarnir hafa aldrei hitt. Að smakka alla jólabjórana er að reynast snúið. Er þetta markmið kannski raunhæft? Það allavega saxast á þetta. Hér er farið yfir ein 11 stykki ásamt því að Stefán kemur upp um sig að hafa aldrei pælt í mettaðri fitu. Bjórar í smakkröð: Jóla Thule frá Víking Víking Jólabjór frá Víking Okkara bjór frá Okkara í Færeyjum QAJAQ X-mas lager frá Greenland Craftworks Jóladrangi frá Dokkunni, Ísafirði Svartálfur kartöfluPorter frá Álfi Brugghúsi Romm í Jól frá Austra og JDE Einstök Doppelbock frá Einstök Bruggi Jólabjór – Reyktur Bock frá Ölvísholti Hnetubrjótur frá Malbygg Hurðaskellir frá Borg Brugghús
