Saison 2: Það þarf ekki alltaf að vera vín.
Bruggvarpið - A podcast by Bruggvarpið Bruggvarp
Categories:
Í þessum þætti staldra piltarnir aðeins við, enda augljós áhrif sem þetta smack hefur á heilsuna, skv. Stefáni. Þessi þáttur er smá hliðarskref þar sem að allt óáfengt sem telst til bjórs og hægt er að tengja við jólin og Stefán og Höskuldur fundu, var smakkað. Egils malt, Víking malt, Danskt hvítöl var tekið fyrir, áður en allir jóla-radlerarnir voru kannaðir. Loks var endað á JólaKalda 2,25%, Hvítum Jólum Mandarínu White Ale 2,25% og loks óáfengum Froðusleiki frá Borg. Ekki þurfti svo sem að eyða löngum stundum í allt, enda langsamlega flest Íslendingum í blóð borið. En það er ljóst að það þarf enginn að aka og ekki drekka eitthvað hátíðlegt um jólin. Örvætið þó eigi, áfenga útgáfa Bruggvarpsins snýr strax til baka í næsta þætti.
