Arnar Jónsson föstudagsgestur og matarspjall um Pálínuboð

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Arnar Jónsson. Hann er fæddur á Akureyri, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikshússins 1964 og hefur síðan fleytt rjómann af karlhlutverkum leikbókmenntanna, hlutverkin nálgast 200 á sviði og stór hluti þeirra aðalhlutverk auk sjónvarps- og kvikmyndahlutverka. Arnar er nú, einu sinni sem oftar, í miðri frumsýningatörn fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Edda, í leikstjórn sonar hans Þorleifs. Eins og það sé ekki nóg þá er líka að koma út tvöföld vínilplata með ljóðalestri Arnars. Það var því um nóg að tala við Arnar í dag, við fórum aftur í æskuna fyrir norðan og á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og fengum meira að segja ljóðalestur í beinni. Svo var það matarspjallið, við töluðum í þetta sinn um Pálínuboð sem sniðugt er að halda saman til dæmis með vinnufélögunum. Og svo töluðum við líka um hluta af brauðsneiðinni, eða brauðinu sem er umdeildur, skorpuna. Tónlist í þættinum í dag: Jólasveinninn minn / Elly Vilhjálms (erlent lag, texti Ómar Ragnarsson) Þorláksmessukvöld / Ragnhildur Gísladóttir (erlent lag, texti Þorsteinn Eggertsson) Bjart er yfir Betlehem / KK og Ellen Kristjáns (höf.lags óþekktur, texti Ingólfur Jónsson) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR