Hjartarætur Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, Elín Björk um veður
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur, Hjartarætur sagan af pabba. Þessi bók fór ekki hátt í jólabókaflóðinu og ekki margir sem veittu henni athygli en hún er tileinkuð öllum þeim sem bæta heiminn með kærleika og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Margrét Júlía lýsir í bókinni kærleiksríku uppeldi sínu og hvernig saga fjölskyldunnar hverfist um Týsgötu 8 við Óðinstorg í Reykjavík. Rafn Júlíusson er miðpunktur bókarinnar og Margrét segir að hann hafi verið einstaklega kærleiksríkur faðir og fjölskyldan hans hjartahlý. En það var ekki allt rætt í þá daga eins og kemur fram í bókinni. Við hittum Margréti á Óðinstorgi og röbbuðum við hana um sögu hússins og fjölskyldunnar. Svo er það veðrið og ef einhversstaðar skipast veður skjótt í lofti, þá er það á Íslandi. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjallið í dag. Tónlist í þættin dagsins: Björgvin Halldórsson - Vesturgata. Þórunn Lárusdóttir Leikkona ; RKÍ - Afmælisdiktur. Spilverk þjóðanna - Veðurglöggur.