Hláturjóga, leiðsöguhundar og golfsumarið 2025
Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:
Það eru ekki allir sem treysta sér í jógaæfingar en líklega geta flestir tileinkað sér hláturjóga. Það er talið að hláturjóga dragi úr streitu og hjálpi líkamanum að framleiða endorfín og fleiri jákvæð efni sem hafa ýmis jákvæð áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega. Við fengum í dag tvo hláturjógaleiðbeinendur, Ástu Valdimarsdóttur og Þorstein Gunnar Bjarnason. Alþjóðlegur dagur leiðsöguhunda er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Á síðastliðnum árum hefur leiðsöguhundum fjölgað jafnt og þétt og má búast við að enn bætist í þennan fjölbreytta og frábæra hóp á næstu árum. Vonandi vitum við það flest að þegar leiðsöguhundur er í vinnubeislinu sínu þá ættum við að gefa honum vinnufrið, því hann þarf að einbeita sér að verkefninu sem fyrir hann er lagt. Þorkell Steindal og hundurinn hans Gaur komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um eiginleika góðra leiðsöguhunda og fleira. Lóan er komin, hitastigum fjölgar, sólin hækkar á lofti og grasið grænkar. Þá fara kylfingar um allt land að fá kitling í lófana og löngun til að grípa í golfkylfur sínar og elta litlu kúlurnur ofan í holurnar í sem fæstum höggum. Tugir þúsunda eru meðlimir í golfklúbbum landsins og Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands var á línunni í dag og sagði okkur frá golfsumrinu sem er framundan, hvernig vellir koma undan vetri, innanhúsgolfi og fleiru. Tónlist í þættinum í dag: Léttlynda löggan / Stefán Karl Stefánsson (Charles Penrose, texti Gísli Rúnar Jónsson) Hláturpolka / Sigríður Magnúsdóttir og Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (May Marthall – texti, Númi Þorbergsson) Hundurinn / Varsjárbandalagið og Karlakórinn Case (Sigríður Ásta Árnadóttir) Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON