Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Mannlegi þátturinn - A podcast by RÚV

Categories:

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er að auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum. Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en að tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin að hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira. Tónlist í þættinum í dag: Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin) Life on Mars / David Bowie (David Bowie) Mr. Brightside / Killers (Brandon Flowers & Dave Keuning) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON